Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 24. janúar 2002 kl. 18:58

Kaup á Bæjarveitum Vestmannaeyja samþykkt - Sandgerði og Vogar sitja hjá

Fulltrúar Sandgerðisbæjar og Vatnsleysustrandarhrepps sátu hjá við atkvæðagreiðslu á hluthafafundi Hitaveitu Suðurnesja hf. sem haldinn var í Eldborg í Svartsengi síðdegis vegna fyrirhugaðra kaupa Hitaveitu Suðurnesja hf. á Bæjarveitum Vestmannaeyja. Fulltrúar Sandgerðis og Voga gerðu grein fyrir hjásetu sinni. Hluthafar Hitaveitu Suðurnesja hf. hafa hins vegar samþykkt kaupin með 91,2% atkvæða.Sigurbjörg Eiríksdóttir, fulltrúi Sandgerðisbæjar las meðfylgjandi bókun meirihluta bæjarstjórnar Sandgerðis sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í Sandgerði í gærkvöldi:

„Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar tekur undir þau sjónarmið stjórnar Hitaveitu Suðurnesja h.f., að stefna að stækkun starfsvæðis fyrirtækisins og að efla og styrkja samkeppnisstöðu þess með tilliti til þeirra breytinga sem vænta má í frjálsræðisátt með nýjum orkulögum.
Bæjarstjórn dregur hinsvegar í efa að markmiðin náist með kaupum Hitaveitu Suðurnesja á Bæjarveitu Vestmannaeyja miðað við forsendur sem lagðar hafa verið til grundvallar og kynntar hafa verið hluthöfum og stjórn H.S. hf.
Ýmsar athugasemdir mætti gera við framgang málsins og má ljóst vera að bæjarstjórn Sandgerðisbæjar getur ekki verið fullviss um réttmæti umræddra kaupa, án traustari og/eða frekari rökstuðnings og situr því hjá við afgreiðslu málsins.“

Vogamenn sátu einnig hjá við atkvæðagreiðslu um kaupin á Bæjarveitum Vestmannaeyja og færðu þeir einnig rök fyrir hjásetu sinni en hreppsnefnd fundaði um málið í gærkvöldi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024