Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Katrín Lóa dúx á vorönn FS
Sjötíu og sex nemendur lyftu stúdentshúfum við útskrift á vorönn 2018. VF-myndir/pket.
Þriðjudagur 29. maí 2018 kl. 09:46

Katrín Lóa dúx á vorönn FS

- 101 nemandi útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Hundrað og einn nemandi útskrifaðist á vorönn frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja en brautskráning fór fram í skólanum sl. föstudag.  Af þessum 101 voru 76 stúdentar, átta luku verknámi og 13 útskrifuðust af starfsnámsbrautum. Þá luku sjö nemendur prófi af starfsbraut. Nokkrir nemendur brautskráðust af tveimur námsbrautum. Konur voru 59 og karlar 42. Alls komu 73 úr Reykjanesbæ, 15 úr Grindavík, átta úr Sandgerði og fimm úr Garði.

Dagskráin við útskriftina var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Páll Orri Pálsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Jórunn Tómasdóttir kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks.

Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Óskar Arnarsson, Samúel Óskar Julíusson Ajayi, Sandra Ólafsdóttir og Thelma Hrund Hermannsdóttir fengu viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda. Davíð Viðar Björnsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í viðskiptafræði, Arnór Snær Sigurðsson fyrir eðlisfræði, Gabríel Sindri Möller fyrir viðskiptagreinar, Sylwia Sienkiewicz fyrir stærðfræði, Íris Björk Njarðardóttir og Birta Rún Ármannsdóttir fyrir félagsfræði og þær Marín Veiga Guðbjörnsdóttir og Sandra Ósk Elíasdóttir fengu viðurkenningar fyrir árangur sinn í spænsku. Kara Hafstein Ævarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir jákvæðni, góða mætingu og virðingu í garð samnemenda og kennara. Páll Orri Pálsson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda og viðurkenningu fyrir árangur sinn í viðskiptagreinum. Atli Haukur Brynleifsson fékk fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda og hann fékk einnig gjöf frá Embætti Landlæknis fyrir góðan árangur í greinum sem tengjast heilsueflingu. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í efnafræði og stærðfræði, Sara Lilja Gunnarsdóttir fyrir efnafræði og stærðfræði og Steinunn Birna Friðriksdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku og sálfræði. Hulda Björk Kristjánsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í hjúkrunargreinum, hún fékk einnig verðlaun frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í starfsnámi og styrk frá Rótaryklúbbi Keflavíkur fyrir góðan árangur í hjúkrunargreinum. Aðalheiður Lind Björnsdóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í raungreinum, stærðfræði, íslensku og ensku og hún fékk verðlaun frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum og einnig fyrir árangur sinn í íslensku. Aðalheiður hlaut síðan menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og eftirtektarverðan árangur í listum og félagsstarfi. Sigrún Elísa Eyjólfsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í eðlis- og efnafræði, líffræði og stærðfræði. Hún fékk einnig gjöf frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði og frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Sigrún Elísa hlaut síðan raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum. Sandra Dögg Georgsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í efnafræði, líffræði og stærðfræði. Sandra Dögg fékk einnig gjöf frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði, frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði og gjöf frá Gámaþjónustunni hf. fyrir framúrskarandi námsárangur. Katrín Lóa Sigurðardóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í efnafræði, spænsku og stærðfræði. Hún fékk einnig verðlaun frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum, frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði, frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði og gjöf frá Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir góðan árangur í náttúrufræðigreinum. Katrín Lóa hlaut einnig raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum.
Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Katrín Lóa Sigurðardóttir styrkinn en hún var með 9,38 í meðaleinkunn. Katrín Lóa fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.

Við útskriftina veittu nemendafélagið NFS, foreldrafélag skólans og Reykjanesbær verðlaun fyrir jákvæða framkomu á skemmtunum félagsins í vetur og afhentu Sandra Ólafsdóttir og Thelma Hrund Hermannsdóttir verðlaunin. Það voru þau Alexandra Mist Gunnarsdóttir og Einar Guðbrandsson sem voru dregin úr hópi þeirra nemenda sem uppfylltu skilyrðin fyrir þátttöku en þau fengu bæði spjaldtölvu að gjöf.

Guðbjörg Ingimundardóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita nemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Páll Orri Pálsson, Sandra Ólafsdóttir og Thelma Hrund Hermannsdóttir fengu öll 30.000 kr. styrk fyrir störf í þágu nemenda skólans. Þá fékk nemendafélagið NFS 100.000 kr. styrk vegna uppsetningar á söngleiknum Burlesque.

Skúli Skúlason og Ása Kristín Margeirsdóttir frá Oddfellowreglunni afhentu verðlaun í ritgerðasamkeppni sem samtökin stóðu fyrir meðal enskunemenda. Nemendur skrifuðu ritgerð um græna orku og fá tveir þátttakenndur að launum ferð til Bandaríkjanna þar sem höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna verða heimsóttar ásamt fleiri stöðum á austurströnd Bandaríkjanna. Það voru þau Júlíus Viggó Ólafsson og Birta Rún Benedikstdóttir sem voru valin til fararinnar.

Við athöfnina veitti skólameistari Einari Trausta Óskarssyni spænskukennara gullmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hann hefur starfað við skólann í 25 ár. Það er hefð að veita starfsfólki skólans þessa viðurkenningu við þessi tímamót.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verðlaunahafar við útskriftina á vorönn 2018.

Dúxinn með foreldrum sínum.

Páll Orri Pálsson, flutti ræðu fyrir hönd nemenda og minnti þar á mikilvægi skólans á Suðurnesjum.



Skúli Skúlason og Ása Kristín Margeirsdóttir frá Oddfellowreglunni afhentu verðlaun í ritgerðasamkeppni sem samtökin stóðu fyrir meðal enskunemenda. Nemendur skrifuðu ritgerð um græna orku og fá tveir þátttakenndur að launum ferð til Bandaríkjanna þar sem höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna verða heimsóttar ásamt fleiri stöðum á austurströnd Bandaríkjanna. Það voru þau Júlíus Viggó Ólafsson og Birta Rún Benedikstdóttir sem voru valin til fararinnar.



Við athöfnina lék Karen Jóna Steinarsdóttir nýstúdent á þverflautu og Aðalheiður Lind Björnsdóttir nýstúdent söng.