Karlarnir í Olís pollrólegir yfir jarðskjálftunum
Þeir eru hressir karlarnir sem mæta í Olís í Grindavík á hverjum morgni til að fara yfir heimsmálin áður en haldið er til vinnu, en blaðamann Víkurfrétta bar að garði í morgun. Þeir Jóhannes Haraldsson, Eiríkur Leifsson, Grímur Örn Jónsson og Örn Hermannsson voru tiltölulega slakir yfir stöðu jarðskjálftamála og er greinilegt að Grindvíkingar eru orðnir ansi sjóaðir í þessum efnum. Þeir segjast ekki missa svefn yfir skjálftunum en þegar mesta hrynan reið yfir fyrir fyrra gosið, sagðist Grímur t.d. stundum hafa rumskað og einfaldlega sofnað aftur eftir viðkomandi skjálfta.
Mikið af túristum rennir við í Olís og kom einn Þjóðverji sem var mjög spenntur yfir stöðu mála, ætlaði sér að fara ganga að gosstöðvunum en mikil aukning á umferð hefur verið á gossvæðið frá því skjálftavirknin hófst á þriðjudaginn.