Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Karlar leystu konurnar af
Þriðjudagur 25. október 2005 kl. 10:27

Karlar leystu konurnar af

Það var víða á Suðurnesjum sem konur stimpluðu sig út kl. 14:08 í gær. Bæjarskrifstofur, afgreiðslur banka og sparisjóða og mörg fyrirtæki urðu lömuð eða lokuðu þegar konurnar héldu á fjöldasamkomu í Reykjavík.
Í Húsasmiðjunni var verslunarstjórinn sjálfur, Árni Júlíusson, frammi á kassa og sinnti þeim afgreiðslum sem þurfti. Þannig var það víðar, sem karlar gengu í störf þeirra kvenna sem fóru úr vinnunni kl. 14:08. Meðfylgjandi mynd var tekin í Húsasmiðjunni í gærdag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024