Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Karlakór Keflavíkur heldur tónleika í kvöld
Mánudagur 2. maí 2005 kl. 15:20

Karlakór Keflavíkur heldur tónleika í kvöld

Árlegir vortónleikar Karlakórs Keflavíkur verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 20:30.

Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og samanstendur af íslenskum og sænskum þjóðlögum, lögum eftir Bellman og kraftmiklum sjómannalögum. Má þar nefna Suðurnesjamenn og Stjána Bláa.

Einsöngvarar eru Steinn Erlingsson bariton og Davíð Ólafsson bassi, undirleik annast Sigurður Marteinsson á píanó, Þórólfur Þórsson á bassa. Þá leika rússnesku snillingarnir Juri og Vadin Fedorov á harmoniku á tónleikunum. Stjórnandi er Guðlaugur Viktorsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024