Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Karl Friðriksson varaforseti IFALDA
Þriðjudagur 8. júní 2010 kl. 12:21

Karl Friðriksson varaforseti IFALDA

Karl Friðriksson hefur verið kosinn varaforseti International Federation of Airline Dispatcher Associtaon (IFALDA) sem eru alþjóðasamtök flugumsjónarmanna. Karl hefur verið formaður Félags flugumsjónarmanna á Íslandi sl. þrjú ár.

Í tilkynningu frá Félagi flugumsjónarmanna segir að það sé mikill heiður fyrir flugumsjónarmenn á Íslandi að eiga mann í stjórn alþjóðasamtakanna, á tímum þar sem flugumsjónarmenn skipta miklu máli í öryggisþáttum flugsins, eins og sannaðsti þegar Eyjafjallajökull gaus. Þá urðu flugumsjónarmenn að finna leiðir fram hjá öskunni og reyna að halda fluginu áfram þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flugumsjónarmenn eru þeir einstaklingar sem reikna út flugleiðina, flughæðna og eldsneytisþörf. Einnig ákvarða þeir varaflugvelli fyrir hvert flug. Einnig skoða þeir veður á flugleiðinni til áfangastaðar og varavellinum og afhenda flugmönnum þessi gögn fyrir hvert flug sem og þeir fljúga eftir, segir í tilkynningu Félags flugumsjónarmanna.