Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 23. október 2001 kl. 09:27

Karen og Ný-ung fá Súluna

Karen Sturlaugsson, aðstoðartónlistarskólastjóri í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og verslunin Ný-ung, hlutu menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súluna, fyrir árið 2001. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kjarna 8. nóvember nk.
Karen stjórnar lúðrasveit skólans sem vann einmitt til verðlauna á móti skólalúðrasveita sem haldið var í Reykjanesbæ í sumar. Það vakti talsverða athygli nú í haust þegar eigendur Ný-ungar keyptu verkið Flug eftir Erling Jónsson og settu það upp fyrir framan verslunina við Hafnargötu í Keflavík.
Menningar- og safnaráð úthlutar þessum verðlaunum ár hvert en meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin eru Rúnar Júlíusson tónlistarmaður, Kjartan Már Kjartansson fyrrv. tónlistarskólastjóri, Hitaveita Suðurnesja og Sparisjóðurinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024