Kapella flugvallarslökkviliðsmanna fær andlitslyftingu
Kapella slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli fær andlitslyftingu í dag þegar fyrrverandi og núverandi starfsmenn slökkviliðsins koma saman og mála og bera á tréverkið.
Kapellan var vígð af herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands þann 15. desember árið 2000 á 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Kapellan hafði áður verið í ratsjárstöðinni í Rockville á Miðnesheiði og þar áður í við Höfn í Hornafirði.
- Við segjum ykkur nánar frá endurfundum slökkviliðsmanna við kapelluna í næstu Víkurfréttum.
Viðarvörnin borin á kapelluna á Keflavíkurflugvelli í dag. Að ofan er það Haraldur Stefánsson, fyrrum slökkviliðsstjóri, sem mundar pensilinn.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson