Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 24. júlí 2003 kl. 10:00

Kántrí í Stapa

Bandaríska Kántríhljómsveitin "Gis and the Big City" mun leika í Stapanum nk. Laugardag. Hljómsveitin, sem er með Íslendinginn Gísla Már Jónsson innanborðs, lék í Stapanum á svipuðum tíma í fyrra og vakti mikla hrifningu. Þeir sem mættu í Stapann þá skemmtu sér konunglega og munu án efa mæta aftur í ár. Þess má til gamans geta að í fyrra byrjaði hljómsveitin að spila kl. 22.00 og hætti kl. 04.00, og tóku þeir aðeins korter í pásu! Ekki margar hljómsveitir sem leika það eftir.
Nú ætla "Gis and the Big City" að endurtaka leikinn og eru allir sem hafa gaman að kántrí hvattir til að mæta og missa ekki af þessu frábæra viðburði í Stapanum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024