Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 19. júní 2000 kl. 17:21

Kannbisplöntur í Sandgerði

Tvö fíkniefnamál komu upp á Suðurnesjum í síðustu viku. Lögreglan fann nokkrar kannabisplöntur við húsleit í Sandgerði sl. fimmudag. Einnig var hald lagt á áhöld og tæki til neyslu. Húsráðandi er maður á þrítugsaldri en hann hefur áður verið viðriðinn fíkniefnamál. Maðurinn var yfirheyrður á lögreglustöðinni í Keflavík, en látinn laus að henni lokinni. Um kvöldið voru síðan þrjú ungmenni handtekin á Hringbraut í Keflavík, en þau voru á aldrinum 17-25 ára. Í bílnum fannst lítið magn af tóbaksblönduðu hassi. Þrímenningarnir hafa aldrei komið við sögu fíkniefnamála áður. Þess má geta að bæði fíkniefnamálin voru samstarfsverkefni fíkniefnadeilda lögreglunnar í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024