Kannast þú við þetta rusl?
Sóðaskapur fólks getur verið með ólíkindum. Einhver sóðabrókin hefur lagt á sig ferð út að Vatnsnesvita í Keflavík með tvö plastkör full af rusli og losað sig við draslið á opnu svæði sem nýlega hefur verið snyrt og fegrað. Nú liggja körin fyrir allra augum og ruslið úr þeim er byrjað að berast um svæðið. Gul rör eru áberandi í þessu rusli og því spurning hvort einhver beri kennsl á ruslið og geti upplýst hvaðan það er komið.
Það er álíka mikil fyrirhöfn að fara með ruslið út að Vatnsnesvita eins og að fara með það að Kölku í Helguvík, en sumum finnst greinilega meira spennandi að hegða sér eins og glæpamenn í skjóli myrkurs.
Myndin: Ruslið sem losað var við Vatnsnesvita í Keflavík.
Það er álíka mikil fyrirhöfn að fara með ruslið út að Vatnsnesvita eins og að fara með það að Kölku í Helguvík, en sumum finnst greinilega meira spennandi að hegða sér eins og glæpamenn í skjóli myrkurs.
Myndin: Ruslið sem losað var við Vatnsnesvita í Keflavík.