Kannabistengd frumkvöðlafræði, ofurfæða, körfusystur og jarðhræringar í nýjustu Víkurfréttum
Víkurfréttir koma út á morgun, miðvikudag. Blað vikunnar er fjölbreytt að vanda. Rætt er við keflvískan doktor sem stýrir námsbraut í kannabistengdri frumkvöðlafræði. Við ræðum einnig við Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík en nú er ár liðið síðan lýst var yfir óvissustigi vegna náttúruvár við Grindavík. Keflvískar körfuboltasystur eru í viðtali og þá segjum við frá ofurfæðu í eldhúsinu sem sótt er niður í fjöru.
Í blaði vikunnar höldum við áfram að rifja upp gamlar fréttir úr Víkurfréttum fyrri tíma. Nú er það árið 1988 sem verður fyrir valinu og nokkrar áhugaverðar fréttir frá þeim tíma eru skoðaðar að þessu sinni og farið í myndasafnið frá þessu herrans ári.
Við kynnum okkur einnig jóga-nám, förum á bílatónleika, birtum fasta liði eins og aflafréttir og lokaorð og þá eru helstu tíðindi síðustu daga í blaðinu.
Rafræna útgáfu blaðsins má lesa hér að neðan.