Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kannabisræktun stöðvuð í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 6. október 2011 kl. 15:33

Kannabisræktun stöðvuð í Reykjanesbæ

Lögreglan á Suðurnesjum, í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, stöðvaði kannabisræktun í húsi í Reykjanesbæ í gær. Við húsleit var lagt hald á um 20 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Á sama stað fundust einnig sterar og voru þeir sömuleiðis teknir í vörslu lögreglu.

Karl og kona, sem bæði eru á þrítugsaldri, voru yfirheyrð í þágu rannsóknarinnar og viðurkenndu þau aðild sína að málinu, sem telst upplýst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024