Kannabisræktun stöðvuð í Keflavík
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í Keflavík í vikunni. Farið var í húsleit í umræddu íbúðarhúsnæði, að fengnum dómsúrskurði. Í húsnæðinu fannst talsvert af kannabisefni, sumt af því í ísskáp en einnig víðar. Þá fundust um 30 kannabisplöntur í ræktun, sem voru allt að 90 sentimetra háar. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn vegna málsins og viðurkenndi hann að eiga kannabisefnin. Lögregla haldlagði plöntur og efni, auk tækja og tóla sem notuð höfðu verið við ræktunina.