Kannabisræktun stöðvuð í iðnaðarhúsnæði
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina kannabisræktun í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Húsráðandi hafði heimilað leit og framvísaði svo kannabisefni og plöntunum, sem voru á mismunandi stigi ræktunar.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.