Föstudagur 2. október 2020 kl. 10:08
Kannabisræktun stöðvuð á Ásbrú
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun á Ásbrú í vikunni. Við húsleit, að fenginni heimild, fundust nokkrar plöntur og búnaður til ræktunar. Hvoru tveggja var haldlagt til eyðingar.