Kannabisræktun og vopn í íbúðarhúsnæði
Lögreglan á Suðurnesnjum stöðvaði kannabisræktun í íbúð í Grindavík í vikunni. Að fengnum dómsúrskurði til húsleitar var farið með fíkniefnahundinn Ellu á staðinn. Við leit í íbúðinni fannst riffill ásamt riffilskotum í fataskáp. Í þvottaherbergi fundust leifar af kannabis í pokum, tóbaksblandað kannabis og tól til neyslu. Í kjallara undir bílskúr fannst síðan ræktunin, nokkrir tugir plantna í blóma, ásamt tækjum og tólum til athæfisins. Lögregla minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja gjaldfrjálst og undir nafnleynd og koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.