Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kannabisræktun í Reykjanesbæ
Föstudagur 14. desember 2012 kl. 11:50

Kannabisræktun í Reykjanesbæ

Í húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í húsnæði í Reykjanesbæ í vikunni, að fenginni leitarheimild, var lagt hald á tugi kannabisplantna og búnað. Mikla kannabislykt lagði út úr húsinu, þegar lögreglumenn fóru þar inn. Kannabisplönturnar voru ræktaðar í tveimur herbergjum húsnæðisins.

Tveir einstaklingar, karlmenn á þrítugs- og fimmtugsaldri  voru handteknir vegna málsins og þeir færðir á lögreglustöð. Þeim var sleppt að loknum skýrslutökum. Málið telst upplýst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024