Föstudagur 28. ágúst 2009 kl. 08:51
Kannabisræktandi handtekinn
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í Reykjanesbæ í gærkvöldi þegar lögreglan fann 25 kannabisplöntur á heimili hans. Viðurkenndi maðurinn að eiga plönturnar og var honum sleppt að lokinni yfirheyrslu. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu en ekki af þessum sökum.