Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kannabisfrumskógur í kjallaraíbúð á Suðurnesjum
Föstudagur 17. ágúst 2018 kl. 16:38

Kannabisfrumskógur í kjallaraíbúð á Suðurnesjum

Karlmaður á þrítugsaldri játaði við skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að hafa staðið að umfangsmikilli kannabisræktun sem lögregla fann við húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Maðurinn hafði tekið á leigu kjallara þar sem hann ræktaði á fjórða hundrað kannabisplöntur á ýmsum vaxtarstigum. Hann afsalaði sér plöntunum, svo og öllum búnaði sem lögregla hafði haldlagt, til eyðingar.
 
Áður hafði lögregla fundið aðra kannabisræktun við húsleit í íbúðarhúsnæði. Þar var um að ræða samtals níu plöntur og græðlinga. Málin tvö eru óskyld.
 
Þrjú fíkniefnamál til viðbótar komu einnig nýverið til kasta lögreglunnar þar sem um var að ræða vörslur miklu magni af kannabisefnum, svo og vörslur á amfetamíni, e – töflum og fleiri efnum. Þau mál eru einnig ótengd.
 
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024