Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kannabisfrumskógur í íbúð
Mánudagur 21. janúar 2013 kl. 14:58

Kannabisfrumskógur í íbúð

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á föstudagskvöld kannabisræktun í íbúð í umdæminu. Gerð var húsleit í húsnæðinu að fengnum dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Ræktunin fór fram í tveimur herbergjum og þar voru nær fimmtíu plöntur, þær stærstu einn metri á hæð. Auk þessa var mikið af tólum og tækjum til ræktunar í íbúðinni, og haldlagði lögregla þau, auk plantnanna. Málið er í rannsókn.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024