Kannabisefni falin í tannkremstúpu
Erlendur ferðamaður, tæplega þrítugur karlmaður, var stöðvaður við hefðbundið eftirlit tollgæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær, vegna gruns um að hann væri með fíkniefni á sér. Sá grunur reyndist á rökum reistur, því maðurinn afhenti tollvörðum kannabisefni sem hann var með í tösku sinni. Efnunum hafði hann komið fyrir í tannkremstúpu. Lögreglan á Suðurnesjum ræddi við manninn, sem þurfti að greiða sekt á vettvangi, en var síðan frjáls ferða sinna.