Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kannabis og kókaín fundist við húsleit
Frá Suðurnesjabæ.
Mánudagur 14. janúar 2019 kl. 14:38

Kannabis og kókaín fundist við húsleit

Lögreglan á Suðurnesjum fann talsvert magn fíkniefna í húsleit sem gerð var í húsnæði í Suðurnesjabæ í síðustu viku að fenginni heimild. Um var að ræða kannabis og kókaín. Einnig voru haldlagðir fjármunir sem taldir eru vera ágóði af fíkniefnasölu sem grunur leikur á að fram hafi farið á staðnum.
 
Í öðru máli fundu lögreglumenn kannabis í bifreið sem stöðvuð var við hefðbundið eftirlit.
 
Í þriðja málinu fannst einnig kannabis hjá húsráðanda sem lögreglumenn þurftu að ræða við út af öðru.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024