Kanna stuðning úr Hafnasjóði vegna óveðursskemmda í smábátahöfn
Kostnaður vegna skemmda á smábátahöfninni í Gróf í Keflavík liggur ekki fyrir en smábátahöfnin varð fyrir töluverðum skemmdum í óveðri sem geisaði 7. og 8. febrúar síðastliðinn.
„Fyrir liggur að skemmdirnar á smábátahöfninni í Gróf eru verulegar og kanna þarf hvort hægt sé fá stuðning úr Hafnabótasjóði á móti þeim kostnaði,“ segir í afgreiðslu hafnarstjórnar sem samþykkt var samhljóða á fundi hennar nýlega.
Á sama fundi var kynnt sérstaklega óformlega fyrirspurn er varðar Vatnsnesvita og ljósrými hans. Eftirfarandi var lagt fram: „Einnig þarf að skoða stöðu Vatnsnesvita og það ljósrými sem hann þarf.“ Hafnarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.