Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kanna möguleika á sameiningu Kölku og Sorpu
Þriðjudagur 9. ágúst 2016 kl. 11:54

Kanna möguleika á sameiningu Kölku og Sorpu

Samstarf gengið vel um árabil að sögn Jóns Norðfjörð

Uppi eru hugmyndir um sameiningu Kölku, sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpu. Unnið er að því að móta tillögu sem lögð yrði fyrir stjórnir SS og Sorpu um hvernig best verði staðið að því að meta hlutdeild fyrirtækjana í mögulegu sameiningarferli.

„Við höfum komið okkur saman um að fá þriðja aðila til þess að skoða þessi mál. Kanna kosti þess að sameina og hvaða áhrif það myndi hafa á þá þjónustu sem við veitum,“ segir Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri Kölku í samtali við Víkurfréttir. Hann segir samstarf fullreynt á milli Sorpu og Kölku en fyrirtækin hafa átt í miklu samstarfi um árabil og hefur það gengið vel að hans sögn. Samið hefur verið við Capacent um að leggja fram verkefnistillögu sem greina mun þá verkþætti sem huga þarf að áður en ákvörðun er tekin um það hvort og þá hvernig af sameiningu félaganna gæti orðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta er í raun gamalt mál sem kom upp þegar rekstrarörðugleikar voru hjá Kölku á sínum tíma fyrir árið 2010. Það er ekkert endilega þörf á sameiningu en það var ákveðið að kanna þessa möguleika,“ bætir Jón við. „Það eru ýmsir möguleikar og við erum fyrst og fremst að horfa til framtíðar segir Jón sem verður í viðtali við Víkurfréttir í vikunni.