Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kanna hug íbúa til nafns á sveitarfélagið
Vitar í Sandgerði og Garði leika stórt hlutverk í kynningarefni fyrir val á nafni á sveitarfélagið.
Mánudagur 22. október 2018 kl. 17:10

Kanna hug íbúa til nafns á sveitarfélagið

Dagana 22. október til 3. nóvember nk. geta íbúar sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis valið nafn á sveitarfélagið. Ákveðið hefur verið að efna til könnunar þar sem valið verður á milli þriggja nafna á sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs. 
 
Nöfnin sem eru í boði eru Heiðarbyggð, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Miðgarður.
 
Á vef sveitarfélagsins segir að könnunin fari fram á opnunartíma í ráðhúsinu í Garði og Sandgerði frá 22. október til 2. nóvember. Einnig verður hægt að taka þátt í Grunnskólanum í Sandgerði og í Gerðaskóla laugardaginn 3. nóvember milli kl. 10:00 og 20:00. 
 
Íbúar taka þátt í því hverfi þar sem þeir búa, Sandgerðingar í ráðhúsinu í Sandgerði eða Grunnskólanum í Sandgerði og Garðmenn í ráðhúsinu í Garði eða í Gerðaskóla.
 
Allir íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu fyrir 26. október sem eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta tekið þátt. 
 
„Könnunin er ekki kosning í skilningi laga um kosningar. Bæjarstjórn hefur hins vegar ákveðið að niðurstöður könnunarinnar séu bindandi ef þátttaka verður meiri en 50% og einhver tillaga fær meira en 50% atkvæða,“ segir í frétt á vef sveitarfélagsins.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024