Kanna áhuga Grindavíkinga til sameiningar við Voga
Bæjaryfirvöld í Sveitarfélaginu Vogum hafa boðið bæjaryfirvöldum í Grindavíkurbæ til óformlegs samtals til að ræða hvort áhugi sé til staðar af hálfu Grindavíkur að skoða hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna tveggja.
Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur en ekki kemur fram í fundargögnum hvenær fulltrúar sveitarfélaganna ætla að hittast í þessari „valkostagreiningu“ Sveitarfélagsins Voga.