Kanína í óskilum?
Þessi myndarlega kanína var á vappi við Sólvallagötuna í Keflavík í dag. Hafði hún komið sér haganlega fyrir á svölum við Sólvallagötu 44 þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði. Íbúar við Sólvallagötu 44 komu auga á kanínuna sem hafði verið að þvælast í kringum bygginguna síðan í morgun. Líklegt er að kanínan sé heimilisdýr og þeir sem kunna að sakna hennar geta haft samband í síma 844 8075, Soffía.