Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kanaútvarpið þagnar
Miðvikudagur 31. maí 2006 kl. 17:53

Kanaútvarpið þagnar

Slökkt verður á miðbylgjuútvarpi Varnarliðsins eða Kanaútvarpinu á morgun. Lýkur þar með áratuga samfelldum rekstri þess endanlega. Til stóð að loka útvarpsstöðinni í dag samkvæmt brottflutningsáætlun VL en því verður frestað til morguns.

Þá verður sérverslunum og skautahöll lokað í dag en starfsemi VL dregst hratt saman um þessar mundir og brottflutningur gengur hratt af því er fregnir herma.
Í liðnum mánuði var háskólaútibúi lokað, kaffihúsi og sérverslun. Í lok júní verður Navy Exchange lokað, myndabandaleigu og gjafavöruverslun USO auk þess lokað verður fyrir langlínusamtöl í einkasíma.

Af varnarviðræðum er hins vegar ekkert að frétta en síðasti fundur í málinu var í lok apríl. Viisir.is hefur það eftir Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, að eina vitneskja íslenskra stórnvalda sé sú að varnaliðið sé á forum. Bandaríkjamenn farið hraðar í málið en hann hefði nokkurn tímann getað gert sér grein fyrir og með það sé hann mjög óánægður.

Mynd: Bolur eins og þessi mun kannski hafa söfnunargildi í framtíðinni. Myndin er tekin í gjafavöruverslun USO sem verður lokað síðar í þessum mánuði. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024