Kanadískt jarðvarmafyrirtæki og GGE gætu eignast allt hlutafé HS Orku
Svo gæti farið að kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy og Geysir Green Energy eignuðust saman allt hlutfé HS Orku. Magma Energy hefur sýnt áhuga á hlut Orkuveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbæjar í HS Orku.
Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Samkvæmt fréttinni er ráðgert að Magma Energy kaupi tíu komma átta prósenta hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Þá hefur kanadíska orkufyrirtækið áhuga á hlutum Orkuveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbæjar í HS Orku, samtals um 32%. Magma Energy gæti þannig eignast um 43% í HS Orku.
Gangi þetta eftir eignast Geysir Green Energy og Magma Energy nánast allt hlutafé í HS Orku, en á fimmtudag voru lögð fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar drög að samkomulagi bæjarins um sölu á 34,7% hlut hans til þeirra.
Sjá frétt RÚV hér:
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item288061/
---
VFmynd/elg