Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kanadíska farþegaflugvélin lent
Mánudagur 18. ágúst 2003 kl. 17:04

Kanadíska farþegaflugvélin lent

Kanadíska farþegaflugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 16:38, en í vélinni sem var á leið vestur um haf var tilkynnt um eld í farþegarými og lýst yfir neyðarástandi. Kafbátarleitarflugvél frá bandaríska hernum flaug til móts við flugvélina og Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu ásamt F-15 orrustuþotum hersins. Rétt fyrir klukkan hálffjögur tilkynntu flugmenn vélarinnar um reyk í farþegarýminu, en vélin er af gerðinni Boeing 747-400 og um borð eru 282 manns. Flugvélin var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Toronto í Kanada.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024