Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kanadísk skúta að sökkva norðvestur af Garðskaga
Mánudagur 30. ágúst 2004 kl. 18:24

Kanadísk skúta að sökkva norðvestur af Garðskaga

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði var kallað út á fimmta tímanum í dag ásamt björgunarskipi frá Rifi og þyrlu Landhelgisgæslunnar, eftir að neyðarkall barst frá skútu um að hún væri að sökkva 43 sjómílur norðvestur af Garðskaga.
Að sögn Landsbjargar er talið að tveir menn séu um borð. Björgunarskipin eiga eftir tveggja til þriggja stunda siglingu á slysstað.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, er nýfarin í loftið til móts við skútuna sem er kanadísk. Málavextir eru að öðru leyti óljósir sem stendur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024