Kanadagæs heimsækir Suðurnes
Stálpuð Kanadagæs hefur síðustu daga sést á tveimur stöðum á Suðurnesjum. Fyrst varð hennar vart við Sandgerðistjörn en í dag hefur Kanadagæsin verið á tjörninni á Fitjum.
Kanadagæsir eru reglulegir flækingar á Íslandi og sjást gjarnan í fylgd með öðrum gæsum.
Einna helst er talið að gæsin sé að ná sér í forða fyrir áframhaldandi flug yfir Atlantsála.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson