Kampavín og steinsteypa í gallerí Suðsuðvestur
Um helgina var opnuð sýningin Into the firmement í gallerí Suðsuðvestur þar sem listamaðurinn Ásmundur Ásmundsson afhjúpaði kampavínspíramíða úr steypu og olíutunnum.
Verkið vísar til kampavínspíramíða sem sumir hafa upplifað í góðum veislum en að þessu sinni var píramíðinn settur í varanlegt form steinsteypunnar og augnablik hamingjunnar þannig fryst í sinni hreinustu mynd.
Píramíðinn var settur upp á Ægisgötu við Grófina en í Suðsuðvestur gefur að líta skissur og myndbandsverk sem tekið var við gjörningin.
Allir áhugamenn um steypu og list ættu að líta við í gallerí Suðsuðvestur en sýningin stendur til 10. apríl n.k.
Opið er fimmtudaga - föstudaga frá 16 - 18:00 og 14 - 17:00 um helgar.
Texti og mynd af vef Reykjanesbæjar.