Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Kamar fyrir Clint?
Mánudagur 27. júní 2005 kl. 11:52

Kamar fyrir Clint?

Stórvirkar vinnuvélar eru komnar í Sandvík á Reykjanesi. Þar verða þær notaðar til að ýta til efni og móta landið fyrir tökur á stórmyndinni Flags of our Fathers sem er framleidd af Steven Spielberg hjá DreamWorks Pictures og leikstýrt af hinum heimskunna Clint Eastwood.
Eitt fyrsta merkið um leikmyndagerðina á Reykjanesi er útikamar fyrir tvo sem komið hefur verið haganlega fyrir á svæðinu. Hvort þetta er kamar fyrir Clint Eastwood, skal ósagt látið. Stjörnurnar vilja örugglega ekki vera á hækjum sér í úfnu hrauninu, þó svo það virki framandi.

Myndin: Útikamar fyrir tvo og Komatsu grafa. Einnig var á staðnum Caterpillar jarðýta með plóg. VF-mynd: Þorgils Jónsson
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25