Kalt vatn á hafnarsvæðið í Grindavík á fimmtudaginn
Grindavíkurbær í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa unnið að viðgerðum við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar (kalda vatnið) og er þeirri vinnu að ljúka en lögnin varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar sl.
Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn, 22.febrúar. Fyrstu svæðin sem áætlað er að hleypa köldu vatni á eru niður við Grindavíkurhöfn, þá verður vatni hleypt á önnur svæði í áföngum.
Tímaáætlun áhleypingar er eftirfarandi:
Svæði 1 kl. 10:00 (grænt svæði á korti)
Svæði 2 kl. 13:00 (gult svæði á korti)
Svæði 3 kl. 14:00 (rautt svæði á korti)
Við áhleypingu er fyrst skolað út úr lögnunum áður en þrýstingur byggður í dreifkerfinu, því þurfa inntakslokar kaldavatnsins í fasteignum að vera lokaðir í upphafi. Mikilvægt er að hafa í huga að áreiðanleiki viðgerðar undir nýja hrauninu er ekki þekktur og því gæti viðgerð brugðist og vatnið farið aftur af.
Þá kann að vera að dreifikerfi vatnsveitunnar innanbæjar leki eftir jarðhræringarnar. Það mun skýrst á næstu dögum hvort viðgerð haldi, þ.e. eftir að fullur þrýstingur er kominn á kerfið. Ákvörðun um það að setja kalt vatn á fleiri svæði og í hvaða röð verður svo tekin í framhaldinu.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur heimilað Grindvíkingum og þeim sem starfa i Grindavík að dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn, því er beint til fasteignaeiganda að eiga ekki við stillingu á lagnagrindum ásamt því að ganga úr skugga um að lokað sé fyrir inntaksloka fyrir kalt vatn fyrir áhleypingu.
Fasteignaeigandi eða fulltrúi hans þarf að vera viðstaddur þegar áhleyping á sér stað til að vakta hvort lekar séu í inntaki.
Varðandi verklag í fyrsta áfanga áhleypingar fimmtudaginn 22 febrúar:
• Húseigendur á þeim svæðum sem hleypt verður á hittast klukkan 9 í Slökkvistöð Grindavíkur þar sem verklag áhleypingar verður kynnt nánar.
• Stefnt er á að húseigandi geti hleypt vatni inn á kerfi hússins u.þ.b klukkustund eftir áhleypingu/útskolun skv. tímaplani hér að ofan, en ætti að gera svo að vel ígrunduðu máli hvort mögulegir lekar séu í lagnakerfum hússins.
• Mikilvægt er að fasteignaeigendur séu með GSM síma og muni eftir húslyklum.