Kalt um helgina
Veðurspáin fyrir helgina er nokkuð köld, en spáð er tveggja stafa tölum í mínus. Töluverður vindur verður vestantil á landinu á morgun. Það eru því engar líkur á því að snjórinn sem safnast hefur upp hér á Suðurnesjum taki sig upp í bráð.
Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Norðan- og norðvestanátt, víða 10-15 m/s vestantil á landinu, en hægari austlæg eða breytileg átt austantil. Léttir heldur til suðvestanlands, en annars víða snjókoma eða él. Norðan 15-20 m/s með talsverðri snjókomu austanlands í kvöld, en lægir og úrkomulítið vestantil. Norðvestan 13-18 norðaustantil á morgun, en annars nokkuð hægari. Snjókoma eða él, en skýjað með köflum eða léttskýjað sunnan- og vestanlands. Kólnandi veður.
Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Norðan- og norðvestanátt, víða 10-15 m/s vestantil á landinu, en hægari austlæg eða breytileg átt austantil. Léttir heldur til suðvestanlands, en annars víða snjókoma eða él. Norðan 15-20 m/s með talsverðri snjókomu austanlands í kvöld, en lægir og úrkomulítið vestantil. Norðvestan 13-18 norðaustantil á morgun, en annars nokkuð hægari. Snjókoma eða él, en skýjað með köflum eða léttskýjað sunnan- og vestanlands. Kólnandi veður.