Kalt í dag en hlánar á morgun
Klukkan 6 var norðlæg átt á landinu, víða 3-8 m/s, en talsvert hvassari á annesjum norðantil. Snjókoma eða él um landið norðanvert, en bjart syðra. Frost 0 til 15 stig, kaldast á Búrfelli, en mildast við austurströndina.
Yfirlit
Á Grænlandshafi er kyrrstæð 987 mb lægð. A af Færeyjum er kröpp 974mb lægð á ANA-leið.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðlæg átt, 3-10 m/s, hvassast á annesjum norðantil fram á kvöld, en allt að 15 m/s á annesjum í fyrstu. Snjókoma og síðar él, en bjart að mestu um landið sunnanvert. Vaxandi suðaustan- og austanátt sunnan- og vestanlands á morgun, 10-18 og rigning eða slydda undir kvöld. Frost 0 til 12 stig, en kaldast til landsins, en hlánar sunnan- og vestanlands á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðlæg átt, víða 3-8 m/s. Bjart með köflum. Vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, 10-15 og slydda, en síðar rigning undir kvöld. Frost 2 til 10 stig, en hlánar seint á morgun.
Yfirlit
Á Grænlandshafi er kyrrstæð 987 mb lægð. A af Færeyjum er kröpp 974mb lægð á ANA-leið.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðlæg átt, 3-10 m/s, hvassast á annesjum norðantil fram á kvöld, en allt að 15 m/s á annesjum í fyrstu. Snjókoma og síðar él, en bjart að mestu um landið sunnanvert. Vaxandi suðaustan- og austanátt sunnan- og vestanlands á morgun, 10-18 og rigning eða slydda undir kvöld. Frost 0 til 12 stig, en kaldast til landsins, en hlánar sunnan- og vestanlands á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðlæg átt, víða 3-8 m/s. Bjart með köflum. Vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, 10-15 og slydda, en síðar rigning undir kvöld. Frost 2 til 10 stig, en hlánar seint á morgun.