Kalt en léttskýjað í dag
Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir norðaustanátt, víða 8-13 m/s og léttskýjuðu. Þykknar heldur upp á morgun. Hiti um og yfir frostmarki yfir hádaginn, annars 1 til 6 stiga frost.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðaustan 8-13. Él eða slydduél norðantil, en slydda eða rigning sunnantil. Hiti 0 til 6 stig, mildast sunnantil.
Á þriðjudag:
Norðaustan 5-13, él norðaustantil en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti svipaður.
Á miðvikudag:
Austlæg átt með dálitlum éljum við norður- og austurströndina en annar úrkomulítið. Hiti um frostmark norðanlands en frostlaust sunnanlands.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir nokkuð hvassa austlæga átt með rigningu eða slyddu, einkum sunnanlands og hlýnandi veðri.
Á föstudag:
Norðaustan átt. Slydda norðan- og austanlands en léttir til suðvestanlands. Kólnar aftur í veðri.