Kalt en bjart
Viðvörun: Búist er við stormi á Austfjörðum fram eftir degi. Norðvestan- og norðanátt, 18-23 m/s á Austfjörðum, en annars víða 10-15 m/s. Él norðan- og austanlands, en léttskýjað suðvestan til. Lægir smám saman og léttir til um land allt í dag. Vestlæg átt á morgun, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en dálítil él norðan til. Hiti yfirleitt 1 til 6 stig að deginum, en vægt frost til landsins.