Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kalli Bjarni leikur ásamt öðrum á styrktartónleikum á Lukku-Láka í kvöld
Föstudagur 19. ágúst 2005 kl. 13:57

Kalli Bjarni leikur ásamt öðrum á styrktartónleikum á Lukku-Láka í kvöld

Í kvöld kl. 21 verða haldnir styrktartónleikar á Lukku-Láka í Grindavík. Þeir eru haldnir til að létta undir með ungu pari, þeim Birki Frey Hrafnssyni og Hjördísi Gísladóttur, sem eiga von á sínu öðru barni á næstunni.

Barnið hefur verið greint með alvarlegan hjartagalla og þarf að halda út til Bostan eins fljótt og auðið er eftir fæðingu. Eins og gefur að skilja er slíkt ferðalag mjög kostnaðarsamt fyrir fjölskylduna og hafa vinir og velunnarar þeirra því ákveðið að koma saman og reyna að safna í sjóð fyrir þau og mun allur aðgangseyrir og 200 kr. af hverjum keyptum bjór renna þangað.

Á tónleikunum koma fram Kalli Bjarni og Grétar, Óðinn Arnberg og Halli Valli og Smári. Aðgangseyrir er 1000 en að sjálfsögðu er öllum frjálst að leggja eins mikið og þeir vilja í þetta góða málefni.

Þá hefur styrktarreikningur verið stofnaður í þeirra nafni í Landsbankanum í Grindavík. Númerið er: 0143-15-63285.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024