Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kalli Bjarni handtekinn með amfetamín
Mánudagur 31. mars 2008 kl. 09:33

Kalli Bjarni handtekinn með amfetamín

Fréttamiðlar greina frá því í dag að Kalli Bjarni, fyrrum Idol-stjarna, hafi verið handtekinn á föstudag með 70 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Jafnframt var 24 ára gömul vinkona hans tekin en þau voru saman á hóteli í Reykjavík.

Greint er frá málinu á forsíðu DV í dag. Þar segir m.a. að bæði Kalli og vinkona hans hafi veitt lögreglunni mótspyrnu er lögreglan hugðist færa þau í járn.

DV segir að amfetamínið sem tekið var af Kalla og vinukonu hans hafi verið ætlað til sölu og dreifingar. Málið telst upplýst.
Kalli Bjarni bíður afplánunnar á dómi sem hann fékk vegna innflutnings á fíkniefnum í fyrra. Þá var hann tekinn á Keflavíkurflugvelli með tvö kíló af kókaíni í fórum sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024