Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kalka: Samningaviðræður við hæstbjóðanda árangurslausar
Laugardagur 19. júní 2010 kl. 11:44

Kalka: Samningaviðræður við hæstbjóðanda árangurslausar



Samningaviðræður við Waste Energy Management ehf. um kaup á Kölku hafa ekki borið árangur. Fyrirhuguð hlutafélagsvæðing var rædd á síðasta stjórnarfundi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja þar sem skýrt var frá þessu.

Tvö kauptilboð bárust í sorpeyðingarstöðina Kölku og ákvað stjórn hennar í mars síðastliðnum að ganga til viðræðna við fyrirtækið Waste Energy Management ehf sem átti hærra tilboðið. Hitt tilboðið var frá Njarðtak. Upphæðir tilboðana fást ekki uppgefnar en samkvæmt áreiðanlegum heimildum VF hljóðaði hærra tilboðið upp á 1,3 milljarða en það lægra upp á 500 milljónir króna.

Ákveðið var síðastliðið haust að setja Kölku í söluferli en þá hafði Reykjanesbær samþykkt að segja sig úr rekstrarfélagi sveitarfélaganna um stöðina. Málefni Kölku höfðu um tíma verið bitbein milli sveitarfélaganna en bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ lögðu þunga áherslu á að rekstrarformi hennar yrði breytt.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024