Kalka með nýtt útboð vegna breytinga á sorpflokkun
Á stjórnarfundi Kölku í síðasta mánuði lagði Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Kölku, fram bréf sem sent var þeim fyrirtækjum sem eru verktakar í sorphirðu, gámaflutningum, efniskaupum o.fl. Þessi fyrirtæki eru Hópsnes ehf., Íslenska gámafélagið ehf. og Hringrás ehf.
Jón segir í samtali við Víkurfréttir að ástæðan fyrir þessu bréfi sé sú að samningstími þessara vertaka við Kölku renni út í lok janúar 2018 en verður framlengdur ef ekki kemur til formlegar uppsagnar. „Öll verkefni verða í framhaldinu boðin út og er miðað við að nýr samningstími til fimm ára hefjist 1. febrúar 2018. Með þessu nýja útboði er gert ráð fyrir nokkrum breytingum, m.a. vegna aukningar á flokkun úrgangs við heimili,“ segir Jón.