Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kalka býður gjaldfrjálsa hreinsunardaga
Fimmtudagur 28. nóvember 2013 kl. 10:44

Kalka býður gjaldfrjálsa hreinsunardaga

Tvisvar á ári, t.d. vor og haust, verður boðið upp á gjaldfrjálsa hreinsunardaga hjá Kölku. Þetta er svar Sorpeyðinarstöðvar Suðurnesja við óskum Reykjanesbæjar um að hætta gjaldtöku á einstaklinga á gámasvæðum Kölku.

Tillaga framkvæmdastjóra Kölku hefur verið samþykkt í stjórn fyrirtækisins. Þar segir að gjaldtöku verði haldið áfram á gámaplönum fyrirtækisins, en að teknu tilliti til athugasemda og umræðu sem fram hefur farið um málið. Þó eru lagðar til ákveðnar breytingar. Þær eru m.a. að gjald fyrir öll stærri húsgögn s.s. sófasett, stóra stóla, stórar rúmdínur o.þ.h. verði lækkað þannig að hver eining beri lágmarksgjald sem er nú kr. 875.- m/vsk.

Að öll vörubretti sem eru sannarlega endurnýtanleg verði ekki gjaldskyld og að gjaldskrá á gámaplönum fyrirtækisins verði ekki hækkuð á árinu 2014.

Tvisvar á ári, t.d. vor og haust verði í nánu samstarfi við sveitarfélögin á Suðurnesjum sameiginlega, ráðist í ákveðið markaðsátak til að auka umhverfisvitund íbúanna. Hluti af því feli í sér að auglýstir verði ákveðnir gjaldfrjálsir hreinsunardagar fyrir heimili og einstaklinga á svæðinu. Tímasetningar og framkvæmd slíkra hreinsunardaga verði unnin með þeim hætti að stofnað verði til samráðsvettvangs milli aðila og lagt verði upp með að hreinsunardagar verði á sama tíma í öllum sveitarfélögunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024