Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaldur pottur og miklar endurbætur
Stefán Bjarkason og Hafsteinn Ingibergsson við Ljónið fyrir utan Íþróttamiðstöðina í Njarðvík.
Sunnudagur 28. september 2014 kl. 09:00

Kaldur pottur og miklar endurbætur

Sundlaugin í Njarðvík 45 ára.

105 þúsund manns koma árlega í Íþróttamiðstöðina í Njarðvík. Vinsælt er að fermingarafmælishópar komi og skoði sig þar um eftir langa fjarveru. Sundlaugin er orðin 45 ára og hefur haldið upprunalegu útliti. Aftur á móti var kominn tími á að skipta um lagnakerfi og með byltingu í tæknimálum er öllu sem tengist sundlauginni stýrt með tölvum. Olga Björt hitti Hafstein Ingibergsson, forstöðumann Íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur og Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundasviðs hjá RNB, sem sýndu henni breytingarnar.



„Farið var í endurnýjungar á lauginni og umhverfi hennar 15. júní og þeim er að ljúka núna. Hitastiginu í pottunum og lauginni og klórmagninu er stýrt með tölvum. Hér er eftirlitsmyndavél allan sólarhringinn, sem ekki var áður. Einn og einn stekkur enn yfir girðinguna til að stelast í pottinn utan opnunartíma,“ segir Hafsteinn og glottir. Einnig er nýtt og endurnýjað hreinsikerfi í kjallaranum undir lauginni. „Það er mikið öryggi fyrir starfsmenn að þurfa ekki að komast í snertingu við klórinn,“ segir Hafsteinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Pottasvæðið.

Öllu tölvustýrt í dag og eftirlitsmyndavél er í gangi allan sólarhringinn. 

Hafsteinn við eitt kýrauganna í kjallaranum undir sundlauginni.


Mikill sparnaður
Nýtt gólfefni í kjallaranum þar sem var upprunalegt steypt gólf og ný niðurföll. Allar pípulagnir og rafmagnslagnir eru nýjar. „Í kjallaranum eru dælurnar með sjálfvirkri stýringu þannig að þær eru bara í hægagangi á nóttunni og um helgar og fara svo á fulla ferð á daginn þegar þarf að hreinsa meira. Í því felst mikill rafmagnssparnaður og hitaveitusparnaður. Miklu meira er farið að hugsa út í slíka hluti núna. Áður var dælan á 100% hraða allan sólarhringinn,“ segir Hafsteinn og bætir við að framúrstefnumenn hafi byggt laugina vegna þess að hún var gerð þannig að hægt er að ganga hringinn í kringum hana í kjallaranum og sjá allar lagnir. „Þetta er fátítt með laugar á landinu. Þessi laug átti að vera 25 metrar en erfið klöpp í jarðveginum kom í veg fyrir það.“

Kaldi potturinn.

Loksins kominn kaldur pottur
Hafsteinn segir að loksins sé kaldi potturinn orðinn að veruleika. „Körfuboltahreyfingin er búin að biðja um þetta í sem til átta ár. Það er orðið vinsælt meðal afreksmanna að fara í kaldan pott eftir strangar æfingar og þá hafa þeir bara gert það í heimahúsum. Þegar breytingarnar urðu núna var tilvalið að setja hitalagnir undir pottinn, því vatnið á það til að frjósa á veturna.“ Í pottinum er fjögurra gráða kalt vatn og sístreymi úr honum og í hann. Sett er lok yfir hann á skólatíma svo að börn fari sér ekki að fara sér að voða. Við hliðina á kalda pottinum er svo klórskúr. „Hann er algjör bylting. Hér kemur klórbíll og fyllir reglulega á klórbirgðirnar í skúrnum. Gott að hafa þetta ekki niðri þar sem fólk gæti mögulega andað að sér klórnum.“ segir Hafsteinn.

 

VF/Olga Björt