Kajakafólkið fundið heilt á húfi
Kajakfólkið sem leitað hefur verið að síðan í gær fannst nú fyrir stundu heilt á húfi við Sjöundá á Rauðasandi. Kajakfólkið, kona og karl, höfðu tjaldað við bæinn. Voru þau mjög undrandi á öllu umstanginu en um tvö hundruð björgunarsveitarmenn frá þriðja tug björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar höfðu leitað þeirra síðan í gær.