Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaflaskipt helgarveður
Föstudagur 6. ágúst 2010 kl. 08:46

Kaflaskipt helgarveður


Gert er ráð fyrir hægri suðlægri átt við Faxaflóann í dag og súld af og til. Sunnan 5-10 m/s og rigning eða súld um hádegi, en hægari og austlægari í nótt. Styttir upp að mestu seint á morgun. Hiti 11 til 16 stig. Reikna má með norðanátt á sunnudag og björtu veðri.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Sunnan 3-8 og súld með köflum, en rigning um hádegi. Austlægari seint í kvöld, en styttir upp að mestu síðdegis á morgun. Hiti 10 til 15 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:

Norðaustlæg átt, 3-8 m/s og dálítil væta SA-lands fram eftir degi, en annars skýjað með köflum. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast SV-til.

Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:

Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en líkur á þokulofti við ströndina, einkum V-til. Áfram hlýtt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024