Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:19

KAFFITÁRS-KAFFI Á AÐALFUNDI FORELDRAFÉLAGSINS

Mánudaginn 20. september var aðalfundur foreldrafélags Njarðvíkurskóla. Eftir venjuleg aðalfundarstörf voru kaffiveitingar í boði Kaffitárs. Eftir kaffihlé talaði Helgi Krisjánsson, lögreglumaður, um útivistartíma barna, einelti barna, foreldraröltið og fleira. Hrafn Ásgeirsson, skólalögregla, tók næstur til máls og talaði um samskipti lögreglu og barna. Að síðustu ræddi Stefán Bjarkarson um útideildina og fór í grófum dráttum yfir starf hennar. Eftir framsögurnar sköpuðust fjörugar umræður og fundi var slitið seinna en áætlað var.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024