Kaffitár: Tónleikar á laugardag

Sá miskilningur hefur orðið til að Kristján Jóhannsson óperusöngvari muni koma fram á fjölskylduhátíð Glitnis í tilefni af Ljósanótt í kvöld.
Hið rétta er að Kristján Jóhannsson „stórsöngvari“ kom fram með hljómsveitinni Breiðbandinu í gærkvöldi og tók með þeim lagið. Þar var vísað til nafna hans á gamansaman hátt en aldrei var ætlunin að hann kæmi fram í kvöld - eða að grínið gengi svo langt, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Eru Kristján Jóhannsson og fjölskylda hans beðin velvirðingar á þessu, segir jafnframt í skeyti frá Reykjanesbæ til fjölmiðla