Kaffitár: Tónleikar á laugardag
Það er ekki tekið út með sældinni að heita Kristján Jóhannsson og vera gæddur sönghæfileikum. Það getur verið erfitt að auglýsa uppákomu með þessum manni.
Sá miskilningur hefur orðið til að Kristján Jóhannsson óperusöngvari muni koma fram á fjölskylduhátíð Glitnis í tilefni af Ljósanótt í kvöld.
Hið rétta er að Kristján Jóhannsson „stórsöngvari“ kom fram með hljómsveitinni Breiðbandinu í gærkvöldi og tók með þeim lagið. Þar var vísað til nafna hans á gamansaman hátt en aldrei var ætlunin að hann kæmi fram í kvöld - eða að grínið gengi svo langt, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Eru Kristján Jóhannsson og fjölskylda hans beðin velvirðingar á þessu, segir jafnframt í skeyti frá Reykjanesbæ til fjölmiðla
Sá miskilningur hefur orðið til að Kristján Jóhannsson óperusöngvari muni koma fram á fjölskylduhátíð Glitnis í tilefni af Ljósanótt í kvöld.
Hið rétta er að Kristján Jóhannsson „stórsöngvari“ kom fram með hljómsveitinni Breiðbandinu í gærkvöldi og tók með þeim lagið. Þar var vísað til nafna hans á gamansaman hátt en aldrei var ætlunin að hann kæmi fram í kvöld - eða að grínið gengi svo langt, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Eru Kristján Jóhannsson og fjölskylda hans beðin velvirðingar á þessu, segir jafnframt í skeyti frá Reykjanesbæ til fjölmiðla